Vanræksla stjórnvalda í forvarnamálum! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Í inngangi stefnunnar segir:„Markmið með heilsustefnu er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri. Hún snýst ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Þá verður ekki framhjá því litið að sjúkdómar rýra lífsgæði og eru dýrir fyrir samfélagið og útlit er fyrir verulega aukningu á ýmsum langvinnum sjúkdómum í framtíðinni verði ekkert að gert. Því er mikilvægt að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma og gefa þeim sem fá sjúkdóma möguleika á að lifa betra lífi.“ Fagmennska og árangurVið vinnu stefnunnar var lögð áhersla á fagmennsku, og árangur. Íslenska þjóðin hefur séð nógu mikið af almennum stefnuyfirlýsingum sem ekki hefur verið fylgt eftir. Þessu vildum við breyta. Í ljósi þess var sett fram áætlun um 30 aðgerðir og rík áhersla lögð á að hægt yrði að meta árangur þeirra. Tilgreindir voru ábyrgðaraðilar með hverri aðgerð, þær voru mælanlegar og með tímamörkum. Fagmennska og árangur voru leiðarljós stefnumótunarvinnunnar, sem auk þess að byggja á nýjustu rannsóknum, studdist við helstu aðgerðir sem áður hafði verið mælt með á sviði lýðheilsu hérlendis, stefnur og framkvæmdaáætlanir í nágrannalöndunum, auk þess sem horft var til áhersluatriða erlendra stofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í lýðheilsumálum. Starfið var því byggt bæði á reynslu Íslendinga en auk þess var stuðst við erlend gögn og skýrslur alþjóðastofnana um lýðheilsu. Síðast en ekki síst var aðgerðaáætlunin unnin með víðtæku samráði þar sem leitað var eftir áliti sem flestra þeirra sem málið varðar. Í því ferli voru haldnir fundir með öllum fulltrúum stærstu sveitarfélaga landsins, fulltrúum verslunar, þjónustu og iðnaðar. Einnig var fundað með fulltrúum stéttarfélaga, frjálsra félagasamtaka, háskóla og fagstétta. Sjónarmið þessara aðila og áherslur voru mikilvægt innlegg við mótun aðgerðaáætlunarinnar. Í heild var vinnan við þessa stefnumótun á sviði forvarna fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu minni sem ráðherra að hafa fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Nú skyldi maður ætla að það hefði verið góð þverpólitísk samstaða um að fylgja þessari stefnu eftir. Svo var ekki. Ögmundur Jónasson, fyrsti ráðherra heilbrigðismála af þremur í núverandi ríkisstjórn, hafði ekki þor né dug til að halda áfram starfinu; af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki átt frumkvæði að því. Pólitík gærdagsins! Þess í stað sá hann til þess að Heilsustefnan kæmi aldrei fyrir sjónir Íslendinga, setti hana niður í kjallara í ráðuneytinu og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Árangurinn er einfaldlega sá að við horfum fram á stóraukinn vanda í þessum málaflokki og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Tökum höndum samanÞetta ástand er okkur Íslendingum til háborinnar skammar. Vanrækslan í þessum málaflokki mun koma niður á öllum, en sérstaklega þó ungu fólki sem mun lifa með afleiðingunum í formi skertra lífsgæða. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessari þróun við. Heilsustefnan sem lögð var fram í nóvember 2008 er góður grunnur til að byggja á. Komum henni í framkvæmd. http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Í inngangi stefnunnar segir:„Markmið með heilsustefnu er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri. Hún snýst ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Þá verður ekki framhjá því litið að sjúkdómar rýra lífsgæði og eru dýrir fyrir samfélagið og útlit er fyrir verulega aukningu á ýmsum langvinnum sjúkdómum í framtíðinni verði ekkert að gert. Því er mikilvægt að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma og gefa þeim sem fá sjúkdóma möguleika á að lifa betra lífi.“ Fagmennska og árangurVið vinnu stefnunnar var lögð áhersla á fagmennsku, og árangur. Íslenska þjóðin hefur séð nógu mikið af almennum stefnuyfirlýsingum sem ekki hefur verið fylgt eftir. Þessu vildum við breyta. Í ljósi þess var sett fram áætlun um 30 aðgerðir og rík áhersla lögð á að hægt yrði að meta árangur þeirra. Tilgreindir voru ábyrgðaraðilar með hverri aðgerð, þær voru mælanlegar og með tímamörkum. Fagmennska og árangur voru leiðarljós stefnumótunarvinnunnar, sem auk þess að byggja á nýjustu rannsóknum, studdist við helstu aðgerðir sem áður hafði verið mælt með á sviði lýðheilsu hérlendis, stefnur og framkvæmdaáætlanir í nágrannalöndunum, auk þess sem horft var til áhersluatriða erlendra stofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í lýðheilsumálum. Starfið var því byggt bæði á reynslu Íslendinga en auk þess var stuðst við erlend gögn og skýrslur alþjóðastofnana um lýðheilsu. Síðast en ekki síst var aðgerðaáætlunin unnin með víðtæku samráði þar sem leitað var eftir áliti sem flestra þeirra sem málið varðar. Í því ferli voru haldnir fundir með öllum fulltrúum stærstu sveitarfélaga landsins, fulltrúum verslunar, þjónustu og iðnaðar. Einnig var fundað með fulltrúum stéttarfélaga, frjálsra félagasamtaka, háskóla og fagstétta. Sjónarmið þessara aðila og áherslur voru mikilvægt innlegg við mótun aðgerðaáætlunarinnar. Í heild var vinnan við þessa stefnumótun á sviði forvarna fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu minni sem ráðherra að hafa fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Nú skyldi maður ætla að það hefði verið góð þverpólitísk samstaða um að fylgja þessari stefnu eftir. Svo var ekki. Ögmundur Jónasson, fyrsti ráðherra heilbrigðismála af þremur í núverandi ríkisstjórn, hafði ekki þor né dug til að halda áfram starfinu; af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki átt frumkvæði að því. Pólitík gærdagsins! Þess í stað sá hann til þess að Heilsustefnan kæmi aldrei fyrir sjónir Íslendinga, setti hana niður í kjallara í ráðuneytinu og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Árangurinn er einfaldlega sá að við horfum fram á stóraukinn vanda í þessum málaflokki og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Tökum höndum samanÞetta ástand er okkur Íslendingum til háborinnar skammar. Vanrækslan í þessum málaflokki mun koma niður á öllum, en sérstaklega þó ungu fólki sem mun lifa með afleiðingunum í formi skertra lífsgæða. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessari þróun við. Heilsustefnan sem lögð var fram í nóvember 2008 er góður grunnur til að byggja á. Komum henni í framkvæmd. http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun