
Heildstæð orkustefna
Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is.
Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega.
Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að.
Skoðun

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar

Sköpum störf við hæfi!
Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar

Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day
Maru Alemán skrifar

Tikkað í skipulagsboxin
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Þóra Sigurðardóttir skrifar

Sjúklingur settur í fangaklefa
Arnar Þór Jónsson skrifar

Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar
Íris Róbertsdóttir skrifar

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Hvað er „furry“ annars?
Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar

Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Hljóð og mynd íslenskra varna
Arnór Sigurjónsson skrifar

Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa
Halldóra Mogensen skrifar

Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna
Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám!
Davíð Bergmann skrifar

Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi
Sævar Helgi Lárusson skrifar

Hvað er að frétta af humrinum?
Jónas Páll Jónasson skrifar

Þeir greiða sem njóta, eða hvað?
Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar

Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri
Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar

Sigrar og raunir íslenska hestsins
Elín Íris Fanndal skrifar

Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina
Heimir Már Pétursson skrifar