Hætti við að lóga Randver 11. nóvember 2011 11:00 Jens Pétur ásamt Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. Til stóð að lóga honum en Jens ákvað að fresta því þar sem Randver mun leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Fréttablaðið/Valli „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira