Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn 15. nóvember 2011 08:00 Jóhanna er ánægð með auglýsingarherferðina sem skartar henni og dóttur hennar Indíu í aðalhlutverkum. Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines „Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
„Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira