"varð ekki birt" Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. Ég átti sérstaklega við nokkur atriði, sem nefnd eru í bókinni og Guðný Ýr getur því miður ekki um. Í fyrsta lagi var Sigfús Daðason þá ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sem flutti lesendum sínum lof eitt um kommúnistaríkin. Í öðru lagi starfaði Sigfús Daðason þá hjá bókafélaginu Máli og menningu, sem Kremlverjar héldu beinlínis uppi með fjárstyrkjum, enda var það þeim hliðhollt. Í þriðja lagi réðst Sigfús Daðason harkalega 1959 á bók Borísar Pasternaks, Sívago lækni, eins og áróðursmenn Kremlverja gerðu þá um allan heim. Í fjórða lagi gagnrýndi Sigfús Daðason 1961 opinberlega flóttamanninn Tibor Merlay, sem hingað kom til að segja frá kúgun kommúnista í Ungverjalandi. Í fimmta lagi hafnaði Sigfús Daðason 1963 ritgerðum Arnórs Hannibalssonar í Tímarit Máls og menningar um kúgun kommúnista í Ráðstjórnarríkjunum og þjónkun íslenskra kommúnista við Kremlverja. Í sjötta lagi neitaði Sigfús Daðason að segja neitt opinberlega 1963 um uppgjör Halldórs K. Laxness við kommúnismann í Skáldatíma, þótt Morgunblaðið leitaði eftir því. Á sama tíma birti Jón úr Vör magnað kvæði gegn kúgun Kremlverja, „Lítil frétt í blaðinu". Ekkja Sigfúsar Daðasonar segir síðan í grein sinni frá því, sem ég vissi raunar fullvel fyrir, að til er handrit að grein eftir Sigfús, þar sem hann andmælir innrás Kremlverja í Tékkóslóvakíu 1968. Á greinina var skrifað „varð ekki birt". Með þessu staðfestir ekkjan mál mitt, svo að ekki þarf frekar vitnanna við. Sigfús Daðason treysti sér ekki til þess, þótt hann væri ritstjóri Tímarits Máls og menningar, að birta grein eftir sig um innrásina 1968 gegn vilja annarra ráðamanna Máls og menningar. Það var einmitt gegn slíkri þögn og slíkri þöggun, sem ég samdi bók mína. Grein Guðnýjar Ýrar er frekari staðfesting á því, hversu nauðsynlegt var að ráðast í það verk. Sem betur fer þurfti ekki að skrifa á handritið að bók minni „varð ekki birt". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Tengdar fréttir Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. Ég átti sérstaklega við nokkur atriði, sem nefnd eru í bókinni og Guðný Ýr getur því miður ekki um. Í fyrsta lagi var Sigfús Daðason þá ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sem flutti lesendum sínum lof eitt um kommúnistaríkin. Í öðru lagi starfaði Sigfús Daðason þá hjá bókafélaginu Máli og menningu, sem Kremlverjar héldu beinlínis uppi með fjárstyrkjum, enda var það þeim hliðhollt. Í þriðja lagi réðst Sigfús Daðason harkalega 1959 á bók Borísar Pasternaks, Sívago lækni, eins og áróðursmenn Kremlverja gerðu þá um allan heim. Í fjórða lagi gagnrýndi Sigfús Daðason 1961 opinberlega flóttamanninn Tibor Merlay, sem hingað kom til að segja frá kúgun kommúnista í Ungverjalandi. Í fimmta lagi hafnaði Sigfús Daðason 1963 ritgerðum Arnórs Hannibalssonar í Tímarit Máls og menningar um kúgun kommúnista í Ráðstjórnarríkjunum og þjónkun íslenskra kommúnista við Kremlverja. Í sjötta lagi neitaði Sigfús Daðason að segja neitt opinberlega 1963 um uppgjör Halldórs K. Laxness við kommúnismann í Skáldatíma, þótt Morgunblaðið leitaði eftir því. Á sama tíma birti Jón úr Vör magnað kvæði gegn kúgun Kremlverja, „Lítil frétt í blaðinu". Ekkja Sigfúsar Daðasonar segir síðan í grein sinni frá því, sem ég vissi raunar fullvel fyrir, að til er handrit að grein eftir Sigfús, þar sem hann andmælir innrás Kremlverja í Tékkóslóvakíu 1968. Á greinina var skrifað „varð ekki birt". Með þessu staðfestir ekkjan mál mitt, svo að ekki þarf frekar vitnanna við. Sigfús Daðason treysti sér ekki til þess, þótt hann væri ritstjóri Tímarits Máls og menningar, að birta grein eftir sig um innrásina 1968 gegn vilja annarra ráðamanna Máls og menningar. Það var einmitt gegn slíkri þögn og slíkri þöggun, sem ég samdi bók mína. Grein Guðnýjar Ýrar er frekari staðfesting á því, hversu nauðsynlegt var að ráðast í það verk. Sem betur fer þurfti ekki að skrifa á handritið að bók minni „varð ekki birt".
Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun