Í sálarnærveru er háttvísin hál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 5. desember 2011 11:00 Á Íslandi líður flestum börnum vel í grunnskólunum, en því miður gildir það ekki um þau öll. Við sem vinnum með börnum vitum að það eru fjölmargirþættir sem orsaka vanlíðan barna og fullyrði ég að starfsfólk skólanna leggur sig ávallt fram við að finna lausnir á þeim vanda sem barnið glímir við. Einelti er einn þessara vanda. Hver skóli setur sér reglur sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir einelti/ofbeldi og skapa góða samskiptahætti innan hans og utan. Margt hefur áunnist sem skilað hefur góðum árangri. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur ekki tekist að koma að öllu leyti í veg fyrir einelti. Óhjákvæmilega vekur það upp spurningu um hvað sé til ráða. Við henni er ekkert eitt svar en ljóst að margt vinnur saman. Virðing fyrir kennarastéttinni og skólastarfi er eitt. Beri nemandi ekki virðingu fyrir kennaranum og skólanum telur hann sig líklega ekki skuldbundinn til að framfylgja þeim reglum sem skólinn setur. Það er vandi að gæta meðalhófs. Fjölmiðlar miðla til lesenda sögum af því hvernig skólakerfið bregst nemendum og margir láta skoðun sína í ljós t.d. í umræðu á bloggi og öðrum fjölmiðlum. Þeir eru ekki margir sem lýsa yfir stuðningi við skólana og það sem þar er verið að vinna, enda erfitt þar sem báðar hliðar málsins eru sjaldan sagðar. Við heyrumljótar sögur af einelti sem nemendur verða fyrir. En sumar sögurnar segja okkur ekkert um það sem þegar hefur verið unnið í máli hvers einstaklings, né hvað liggur á bak við þann þagnarmúr sem opinberum starfsmönnum ber að hafa í heiðri. Ég veit að kennarar reyna ávallt að gera sitt besta til að öllum nemendum líði vel í skólanum. Og þjóðin þarf að trúa því að með þeim úrræðum sem skólunum bjóðast er hagur nemandans ávallt hafður að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á Íslandi líður flestum börnum vel í grunnskólunum, en því miður gildir það ekki um þau öll. Við sem vinnum með börnum vitum að það eru fjölmargirþættir sem orsaka vanlíðan barna og fullyrði ég að starfsfólk skólanna leggur sig ávallt fram við að finna lausnir á þeim vanda sem barnið glímir við. Einelti er einn þessara vanda. Hver skóli setur sér reglur sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir einelti/ofbeldi og skapa góða samskiptahætti innan hans og utan. Margt hefur áunnist sem skilað hefur góðum árangri. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur ekki tekist að koma að öllu leyti í veg fyrir einelti. Óhjákvæmilega vekur það upp spurningu um hvað sé til ráða. Við henni er ekkert eitt svar en ljóst að margt vinnur saman. Virðing fyrir kennarastéttinni og skólastarfi er eitt. Beri nemandi ekki virðingu fyrir kennaranum og skólanum telur hann sig líklega ekki skuldbundinn til að framfylgja þeim reglum sem skólinn setur. Það er vandi að gæta meðalhófs. Fjölmiðlar miðla til lesenda sögum af því hvernig skólakerfið bregst nemendum og margir láta skoðun sína í ljós t.d. í umræðu á bloggi og öðrum fjölmiðlum. Þeir eru ekki margir sem lýsa yfir stuðningi við skólana og það sem þar er verið að vinna, enda erfitt þar sem báðar hliðar málsins eru sjaldan sagðar. Við heyrumljótar sögur af einelti sem nemendur verða fyrir. En sumar sögurnar segja okkur ekkert um það sem þegar hefur verið unnið í máli hvers einstaklings, né hvað liggur á bak við þann þagnarmúr sem opinberum starfsmönnum ber að hafa í heiðri. Ég veit að kennarar reyna ávallt að gera sitt besta til að öllum nemendum líði vel í skólanum. Og þjóðin þarf að trúa því að með þeim úrræðum sem skólunum bjóðast er hagur nemandans ávallt hafður að leiðarljósi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar