Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2011 21:58 Mynd/Daníel Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum