Brock Gillespie, bandaríski leikstjórnandinn sem var búinn að semja við Grindavík um að spila með liðinu í Iceland Express deild karla það sem er eftir lifði tímabilsins, er hættur við að koma til Íslands.
„Brock hafði samband við Grindavík í gær, tjáði okkur að hann hafi fengið betra tilboð og kæmi því ekki," segir í frétt um málið á heimasíðu Grindavíkur.
Gillespie átti að vera þriðji erlendi leikmaður Grindavíkurliðsins en Grindavík þurfti að skipta um Bandaríkjamann um áramótin þar sem að Jeremy Kelly meiddist í síðasta leik liðsins fyrir jól.
„Þetta er mikið áfall fyrir Grindavík og ljóst er að þetta setur strik í reikninginn fyrir liðið. Leit stendur nú yfir að nýjum leikmannim" segir í umræddri frétt á heimasíðu Grindavíkur.
Brock Gillespie sveik Grindvíkinga og kemur ekki til Íslands
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
