Real Madrid vann mikilvægan sigur á Mallorca á heimavelli sínum í kvöld, 1-0, í spænsku deildinni. Frakkinn Karim Benzema skoraði sigurmarkið á 61. mínútu leiksins.
Heimamenn voru stálheppnir að ná öllum þremur stigunum því gestirnir í Mallorca fengu dauðafæri á lokasekúndunum en Iker Casillas varði vel.
Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar með 51 stig eftir 20 leiki og er fjórum stigum á eftir erkifjendum sínum í Barcelona sem eru efstir í deildinni.
Staða efstu liða í spænsku deildinni:
1. Barcelona 20 64:11 55
2. Real Madrid 20 48:17 51
3. Valencia 20 33:23 40
4. Villarreal 19 38:20 39
5. Espanyol 20 28:26 37
6. A.Madrid 20 31:24 30
7. Sevilla 20 30:32 29
8. A.Bilbao 19 29:31 29
9. Getafe 20 29:32 27
10. Mallorca 20 23:25 27