NFL: Tom Brady og félagar fóru illa með Tim Tebow Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 11:30 Tom Brady. Mynd/Nordic Photos/Getty Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld. NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld.
NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira