Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 12. janúar 2012 20:41 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn