Mafían orðin stærsti banki Ítalíu vegna kreppunnar 11. janúar 2012 06:54 Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira