Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells, sem munu mætast í DHL-höllinni.
Fjölnir og Tindastóll fengu bæði heimaleik á móti Reykjanesbæjarliðum, Fjölnir á móti Keflavík og Tindastóll á móti Njarðvík.
Það verður einnig stórleikur hjá konunum því tvö efstu lið Iceland Express deildanna, Keflavík og Njarðvík, drógust saman og mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Það er ennfremur ljóst að 1. deildarlið komast í undanúrslit hjá bæði körlum og konum. KFÍ mætir Hamar hjá körlunum og hjá konunum spila Stjarnan og Grindavík en öll þessi lið spila í 1. deild.
Átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna
Njarðvík – Keflavík
Fjölnir – Snæfell
Haukar – Hamar
Stjarnan – Grindavík
Átta liða úrslit Powerade-bikars karla
KFÍ – Hamar
Fjölnir – Keflavík
Tindastóll – Njarðvík
KR – Snæfell
KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
