KR-ingar unnu sinn áttunda bikarsigur í röð og komust áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins með því að leggja Snæfell að velli, 111-104, í DHL-höllinni í kvöld. Það þurfti tvær framlengingar til að fá fram úrslit.
KR-ingar unnu bikarinn í fyrra og hafa enn ekki tapað bikarleik undir stjórn Hrafns Kristjánssonar. Auk KR þá verða Keflavík, Tindastóll og KFÍ einnig í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin.
Joshua Brown lék allar 50 mínúturnar í leiknum og skoraði alls 49 stig fyrir KR-liðið en hann skaut 28 skotum utan af velli (17 hittu) og 16 vítaskotum (13 hittu) í þessum leik.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
KR-ingar hafa ekki tapað bikarleik undir stjórn Hrafns - myndir

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 111-104
KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins með sigri á Snæfelli í tvíframlengdum leik 111-104 á heimavelli þar sem Joshua Brown fór á kostum með 49 stig.