Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta, sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Keflavíkurkonur töpuðu leiknum í framlengingu en kærðu framkvæmd leiksins. Bikarkeppni kvenna hefur verið í uppnámi síðan enda hefur ekki verið hægt að setja á undanúrslitaleikina og þar af leiðandi er ekki öruggt að bikarúrslitaleikurinn geti farið fram á réttum tíma.
Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar þýðir að nú er hægt að fara í það setja á undanúrslitaleikina en þar mæta Haukar-Njarðvík annarsvegar og Snæfell-Stjarnan hinsvegar. Úrslitaleikurinn á síðan að fara fram í Laugardalshöllinni 18. febrúar næstkomandi.
Úrskurðarorð eru eftirfarandi:
„Kröfu kærða um frávísun á grundvelli þess að krafa hafi ekki uppfyllt ákvæði 7. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og lágmarkskröfur um skýrleika kröfugerða á grundvelli laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, er hafnað.
Kröfu kæranda um að leikur kæranda og kærða í Powerade-bikar mfl. kvenna, sem leikinn var í íþróttamiðstöð Njarðvíkur mánudaginn 23. janúar 2012, verði leikinn að nýju er hafnað.
Fallist er á kröfu kærða um sýknu á grundvelli þess að leiðrétt mistök af hálfu dómara leiksins hafi fullnægt skilyrðum 44. gr. leikreglna í körfuknattleik.
Kröfu kærða um ómaksþóknun er hafnað."
Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn