Körfubolti

Snæfellskonur í Höllina í fyrsta sinn | Unnu Stjörnuna örugglega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir var frábær í kvöld.
Hildur Sigurðardóttir var frábær í kvöld. Mynd/Anton
Kvennalið Snæfells tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum eftir 46 stiga sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar, 101-55, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Sigur Snæfellsliðsins var sannfærandi og öruggur. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells kemst í bikarúrslitaleikinn.

Hildur Sigurðardóttir var með 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir Snæfellsliðið í kvöld, Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 22 stig og Alda Leif Jónsdóttir var með 15 stig. Bára Fanney Hálfdanardóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 15 stig.

Snæfell skoraði átta fyrstu stig leiksins og komst í 18-8 áður en Stjörnukonur náðu að minnka muninn í tvö stig, 18-16. Snæfell skoraði sjö síðustu stig fyrsta leikhlutans og var 25-16 yfir við lok hans. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 10 stig á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Snæfellsliðið leit ekki til baka eftir það, var sextán stigum yfir í hálfleik, 45-29, og var komið með 40 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 79-39.

Snæfell-Stjarnan 101-55 (25-16, 20-13, 34-10, 22-16)

Stig Snæfells: Hildur  Sigurdardottir 22 (10 frák./14 stoðs./5 stolnir), Hildur Björg Kjartansdóttir 22, Alda Leif Jónsdóttir 15, Jordan Lee Murphree 12, Kieraah Marlow 12, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8 (8 frák./6 stolnir), Sara Mjöll Magnúsdóttir 8, Ellen Alfa Högnadóttir 2.

Stig Stjörnunnar: Bára Fanney Hálfdanardóttir 15, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 11, Heiðrún Ösp  Hauksdóttir 10, Andrea Pálsdóttir 7, Hanna S. Hálfdanardóttir 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×