Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.
Hafdís kom í mark á 56,27 sekúndum sem er hennar besti árangur og bæting upp á rúma hálfa sekúndu. Fékk hún fyrir það 1017 stig. Hafdís sigraði einnig í 60 m hlaupi og langstökki og vann því þrenn gullverðlaun strax á fyrsta degi.
Trausti Stefánsson, FH, átti besta afrek dagsins fyrir sigur í 400 m hlaupi. Hann kom í mark á 48,54 sekúndum og fékk fyrir það 1015 stig. Trausti setti núgildandi Íslandsmet í greininni fyrir tveimur vikum síðan.
Meðal annarra úrslita má nefna að Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, hafði sigur í kúluvarpi kvenna er hún kastaði 13,89 m.
Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti