Sport

Usain Bolt æfir af krafti fyrir ÓL í London | 9,4 sek er markmiðið

Usain Bolt, heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupum undirbýr sig af krafti fyrir titilvörnina í báðum greinunum fyrir Ólympíuleikana í London á þessu ári.
Usain Bolt, heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupum undirbýr sig af krafti fyrir titilvörnina í báðum greinunum fyrir Ólympíuleikana í London á þessu ári. Getty Images / Nordic Photos
Usain Bolt, heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupum undirbýr sig af krafti fyrir titilvörnina í báðum greinunum fyrir Ólympíuleikana í London á þessu ári. Bolt hefur að undanförnu dvalið í borginni Kingston í heimalandinu Jamaíku við æfingar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail segir Bolt að hann ætli sér að bæta sig verulega á ÓL í London.

Heimsmet Bolt í 100 metra hlaupi er 9,58 sekúndur en það setti hann á heimsmeistaramótinu í Berlín árið 2009.

Það met verður án efa í stórhættu þegar Bolt mætir til leiks á ÓL í London.

Hinn 25 ára gamli Bolt var mikið í fréttum fyrir skemmtanalíf sitt á síðasta ári en á undanförnum mánuðum hefur Bolt einbeitt sér að æfingunum og fáar eða engar fréttir borist af óheppilegum atvikum utan vallar. Að sögn föður Bolt hefur sonurinn lítið gert annað en að æfa á undanförnum mánuðum.

Bolt hefur sagt að hann hafi sett stefnuna á að hlaupa 100 metra á 9,40 sekúndum. Og gera flestir ráð fyrir að hann geti náð því markmiði.

Bolt hefur þénað vel á afrekum sínum á hlaupabrautinni og er talið að eignir hans séu um 20 milljónir bandaríkja dollarar eða sem nemur um 2,5 milljörðum kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×