Snæfell endaði þriggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að vinna nauman 89-86 sigur á Fjölni í Stykkishólmi. Snæfellsliðið var með gott forskot fram eftir öllum leik en var næstum því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin.
Quincy Hankins-Cole skoraði 18 stig fyrir Snæfell þar á meðal gríðarlega mikilvæga körfu níu sekúndum fyrir leikslok. Marquis Hall var atkvæðamestur með 26 stig og 7 stoðsendingar og Jón Ólafur Jónsson skoraði 17 stig.
Snæfellingar tóku frumkvæðið í upphafi leiks, komust í 13-4 og 19-6 og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-14. Marquis Hall skoraði 11 stig í fyrsta leikhlutanum. Snæfell vann annan leikhlutann 23-20 sem skilaði Hólmurum þrettán stiga forskoti í hálfleik, 47-34.
Fjölnir kom muninum niður í sjö sig með góðum kafla í upphafi seinni hálfleiks en munurinn var aftur orðinn 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 67-56. Fjölnisliðið gerði enn betur í upphafi fjórða leikhlutans og náði að jafna metin í 74-74 þegar fimm mínútur voru til leikslok.
Liðin skiptust á að hafa forystuna á æsispennandi lokamínútum en Snæfellsliðið hafði betur og vann langþráðan sigur í jöfnum leik.
Snæfell-Fjölnir 89-86 (24-14, 23-20, 20-22, 22-30)
Snæfell: Marquis Sheldon Hall 26/7 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 18/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17/7 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 15, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Ólafur Torfason 2, Óskar Hjartarson 1.
Fjölnir: Calvin O'Neal 31/4 fráköst, Nathan Walkup 16/9 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 15, Hjalti Vilhjálmsson 11/5 fráköst, Jón Sverrisson 10/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.
Snæfellingar aftur á sigurbraut | Fjölnir næstum því búið að stela sigrinum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
