Forsetaframboð kostar um 30 milljónir Erla Hlynsdóttir skrifar 9. mars 2012 18:38 Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira