Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar 4. mars 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira