Lóan er komin - varað við ísingu og éljahryðjum 19. mars 2012 19:42 Mynd úr safni. Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Samkvæmt Skessuhorni var það Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður sem býr í Lindási, sem var að viðra sig og hundinn á túninu skammt frá bænum þegar hann sá til lóunnar síðdegis í dag, 19. mars. Í ljósi efasemda sem menn höfðu um lóu sem heyrst hafði í á Suðurlandi í síðustu viku, vildi Elli hafa vaðið fyrir neðan sig og hringdi því á ljósmyndara frá Skessuhorni til að færa sönnur á mál sitt. Lóan virðist ekki ætla að vera boðberi hlýnandi veðurs, þó það sé auðvitað ómögulegt að útiloka slíkt, því Vegagerðin og Veðurstofa Íslands vill koma eftirfarandi ábendingu á framfæri: Það verður hvöss SV-átt með éljahryðjum vestan- og suðvestantil og eins norður í land. Veður fer jafnframt kólnandi og víða á þessum slóðum verður ísing á vegum með kvöldinu. Skafrenningur og blint í éljum á fjallvegum til morguns, s.s. á Hellisheiði og ekki síður á Holtavörðuheiði og fleiri hærri fjallvegum um landið vestanvert. Fyrir þá sem trúa ekki að vorboðinn sé kominn, þá má finna óræka sönnun á vef Skessuhorns. Lóan er komin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Samkvæmt Skessuhorni var það Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður sem býr í Lindási, sem var að viðra sig og hundinn á túninu skammt frá bænum þegar hann sá til lóunnar síðdegis í dag, 19. mars. Í ljósi efasemda sem menn höfðu um lóu sem heyrst hafði í á Suðurlandi í síðustu viku, vildi Elli hafa vaðið fyrir neðan sig og hringdi því á ljósmyndara frá Skessuhorni til að færa sönnur á mál sitt. Lóan virðist ekki ætla að vera boðberi hlýnandi veðurs, þó það sé auðvitað ómögulegt að útiloka slíkt, því Vegagerðin og Veðurstofa Íslands vill koma eftirfarandi ábendingu á framfæri: Það verður hvöss SV-átt með éljahryðjum vestan- og suðvestantil og eins norður í land. Veður fer jafnframt kólnandi og víða á þessum slóðum verður ísing á vegum með kvöldinu. Skafrenningur og blint í éljum á fjallvegum til morguns, s.s. á Hellisheiði og ekki síður á Holtavörðuheiði og fleiri hærri fjallvegum um landið vestanvert. Fyrir þá sem trúa ekki að vorboðinn sé kominn, þá má finna óræka sönnun á vef Skessuhorns.
Lóan er komin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira