Stjarnan lagði Keflavík | Þór tapaði og KR skaust í annað sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2012 20:52 Stjörnustrákar höfðu ástæðu til þess að fagna í Keflavík í kvöld. Mynd / Valli Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.). Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.).
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn