Isinbayeva þurfti aðeins tvö stökk til að tryggja sér gullið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 09:15 Isinbayeva gaf sér tíma til að sinna aðdáendum sínum í Istanbúl í gær. Nordic Photos / Getty Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri. Erlendar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Sjá meira
Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri.
Erlendar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Sjá meira