KR-ingar eru komnir í 1-0 á móti Tindastól í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur í DHL-höllinni í kvöld, 84-68.
Liðin mætast aftur á Króknum á sunnudagskvöldið og þar geta Íslandsmeistarar KR tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri.
KR-ingar tryggðu sér sigurinn með flottum endaspretti en þeir unnu sex síðustu mínútur leiksins 15-5.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik KR og Tindastóls í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Körfubolti