Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 27. mars 2012 13:24 Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn