Golf

Palmer gat ekki afhent Tiger Woods verðlaunin vegna veikinda

Arnold Palmer, einn sigursælasti kylfingur allra tíma.
Arnold Palmer, einn sigursælasti kylfingur allra tíma. AP
Arnold Palmer, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, gat ekki afhent Tiger Woods sigurverðlaunin á Arnold Palmer meistaramótinu sem lauk í gær vegna veikinda. Palmer, sem er 82 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús þegar lokahringurinn fór fram en hann glímir við of háann blóðþrýsting.

Talsmaður Palmer sagði að ástandið væri ekki alvarlegt hjá Palmer en læknar fylgjast grannt með líðan hans. Palmer, sem sigraði sjö sinnum á einu af risamótunum fjórum, var því ekki viðstaddur þegar Tiger Woods tók við verðlaununum eftir glæstan sigur á Bay Hill vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×