Snæfellskonur jöfnuðu metin í viðureign sinni gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í Hólminum í kvöld. Heimakonur unnu tveggja stiga sigur, 85-83, í miklum spennuleik.
Leikurinn í kvöld var jafn frá upphafi til enda. Gestirnir úr Njarðvík leiddu með þremur stigum í leikhléi 43-40 og að loknum þriðja leikhluta var allt í járnum, 59-59.
Lokamínútan var æsispennandi. Kireaah Marlow kom heimakonum stigi yfir 79-78 þegar mínúta lifði leiks en Ólöf Helga Pálsdóttir svaraði með sniðskoti á hinum endanum og gestirnir stigi yfir.
Þegar 18 sekúndur voru eftir var brotið á Hildi Sigurðardóttur í skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Reynsluboltinn setti tvö skot ofan í og Snæfellingar stigi yfir, 81-80.
Shanae Baker-Brice brást bogalistin á hinum endanum og Kierah Marlow skoraði úr báðum vítaskotunum. Jordan Murphree bætti við tveimur stigum af vítalínunni áður en Baker-Brice minnkaði muninn í 85-83 með þriggja stiga skoti í þann mund sem leiktíminn rann út.
Liðin hafa nú unnið hvort sinn leikinn og mætast þriðja sinni í Ljónagryfjunni í Njarðvík á þriðjudagskvöld.
TölfræðiSnæfell-Njarðvík 85-83 (20-19, 20-24, 19-16, 26-24)
Snæfell: Kieraah Marlow 28/6 fráköst, Jordan Lee Murphree 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurdardottir 19/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 4/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst.
Njarðvík: Shanae Baker-Brice 33/4 fráköst, Lele Hardy 14/20 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 14, Salbjörg Sævarsdóttir 10, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7/6 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/5 fráköst.
Snæfell lagði Njarðvík í spennuleik í Hólminum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn