Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 15:00 Björn Bergmann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfleikana en hann er hálfbróðir Jóhannesar Karls, Bjarna og Þórðar Guðjónssonar. nordic photos/ghetty images Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15