Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2012 12:00 Þóra Arnórsdóttir segir að það væri dónalegt að íhuga ekki forsetaframboð. Hún ætlar að ræða við fjölskyldu og vini um mögulegt framboð. mynd/365 Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira