Njarðvíkurstúlkur hafa tekið forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld.
Snæfell byrjaði leikinn mun betur en Njarðvík kom til baka fyrir hlé. Eftir það héldust liðin nánast í hendur en Njarðvík hafði sigur.
Lele Hardy og Shanae Baker-Brice allt í öllu og reynsluboltinn Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir átti einnig magnaðan leik.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna.
Njarðvík-Snæfell 87-84 (18-27, 29-19, 21-16, 19-22)
Njarðvík: Lele Hardy 32/14 fráköst, Shanae Baker-Brice 25/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.
Snæfell: Kieraah Marlow 35/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jordan Lee Murphree 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/12 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0.
Njarðvík vann fyrstu rimmuna gegn Snæfelli

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn


