Meðfylgjandi myndir voru teknar í frumsýningarteiti hönnunarþáttarins Hannað fyrir Ísland í Laugarásbíó.
Eins og sjá má í myndsafni var hamingjan allsráðandi á meðal frumsýningargesta.
Hannað fyrir Ísland er nýr hæfileikaþáttur sem Stöð 2 og 66°NORÐUR standa fyrir. Þar er leitað að hönnuði framtíðarinnar en níu hönnuðir taka þátt og leggja allt undir til að sýna hvað í þeim býr.
Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.

