Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos 20. mars 2012 23:30 Manning með forseta og varaforseta Denver Broncos. Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld. NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Sjá meira
Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld.
NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Sjá meira