Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87 Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. apríl 2012 00:01 Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira