Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta 6. apríl 2012 23:30 Fred Couples lék best allra á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins. Getty Images / Nordic Photos Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. Staðan á mótinu:Tiger Woods náði sér ekki á strik og var langt frá sínu besta á öðrum keppnisdegi. Woods sló eins og byrjandi í íþróttinni á nokkrum holum og lét hann það fara verulega í skapið á sér. Hann virtist ekki njóta þess að spila golf og virtist hann vera pirraður og fúll yfir stöðu sinni. Woods slapp í raun rétt við niðurskurðinn en hann lék á 75 höggum í dag og er samtals á +3.Rory McIlroy frá Norður-Írlandi lék á 69 höggum og er hann á -4. „Ég veit að ég er að leika vel, og það eina sem ég hugsa um að er að koma mér í þá stöðu að geta sigrað á þessu móti á lokadeginum," sagði Rory McIlroy.Charl Schwartzel frá Suður-Afríku, sem hefur titil að verja, er á +3 og er ekki líklegur til þess að verja titilinn. „Ég sagði áður en mótið hófst að ég ætlaði mér að vera samkeppnishæfur. Ég fann á æfingasvæðinu fyrir hringinn að ég var ekki tilbúinn að slá langt og taka á því. Ég reyndi því bara að hitta boltann vel og slá frekar létt á þessum hring," sagði Couples eftir hringinn. Hann var á sama skori fyrir ári síðan eftir tvo keppnisdaga og hinn þaulreyndi Couples er til alls líklegur. „Ég held ég geti sigrað, ég hef engu að tapa og ég nýt þess að vera hérna. Þetta er sá staður sem ég elska mest," sagði Couples sem gæti með sigri verið sá elsti sem nær að sigra á Masters. Jack Nicklaus var 46 ára þegar hann sigraði árið 1986. „Ég hef leikið á þessu móti í 28 ár. Ég þekki hverja þúfu á vellinum, ég ætla mér að vera í baráttunni ásamt öllum hinum laugardag og sunnudag – allavega á laugardaginn," bætti Couples við en hann virðist ekki vera að fara á taugum yfir stöðu sinni. Hinn 35 ára gamli Dufner hefur aldrei sigrað á risamóti og hann hefur ekki einu sinni sigrað á móti á PGA mótaröðinni. Dufner fékk skolla á lokaholunni en hann var ánægður með niðurstöðuna. „Það voru erfiðari aðstæður í dag en í gær. Vindurinn var aðeins meiri og það gerir völlinn enn erfiðari," sagði Dufner eftir hringinn. Hann er aðeins að taka þátt í annað sinn á Mastersmótinu en hann hefur leikið meira á Nationwide mótaröðinni undanfarin ár en á PGA mótaröðinni. Dufner tapaði í bráðabana um sigurinn á PGA meistaramótinu á s.l. ári þar sem að Keegan Bradley sigraði á sínu fyrsta risamóti.Sergio Garcia frá Spáni er á meðal efstu manna þegar keppni er hálfnuð á Masters en Spánverjinn er á 4 höggum undir pari vallar. Garcia hefur aldrei náð að sigra á risamóti þrátt fyrir að hinn 32 ára gamli kylfingur hafi verið í fremstu röð í um 15 ár. Garcia lék á 68 höggum í dag eða -4 þrátt fyrir að hafa fengið skolla á lokaholunni.Lee Westwood frá Englandi er í sömu stöðu og Garcia en þeir hafa aldrei náð að sigra á einu af stórmótunum fjórum. Westwood, sem er í þriðja sæti heimslistans, var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn. Hann gerði mistök á lokaholunni á öðrum keppnisdegi sem kostuðu hann tvö högg. Hann lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og er hann á -4 þegar keppni er hálfnuð. Westwood var með kímnigáfuna í lagi í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir hringinn í kvöld: „Ég var að pútta vel en það fór ekkert ofaní. Ég vissi að ég yrði að vera þolinmóður og ég uppskeran var tvöfaldur skolli á síðustu holunni," sagði Westwood. Það hefur farið lítið fyrir Phil Mickelson frá Bandaríkjunum á þessu móti en hann er þrefaldur sigurvegari á Masters. Mickelson er á -2 þegar keppni er hálfnuð og hann virðist eiga nóg inni. Mickelson lék gríðarlega vel á öðrum hringnum eða -4 þar sem hann fékk alls sex fugla. Hann var ekki góður á fyrsta keppnisdeginum þar sem hann lék á 74 höggum eða +2.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2010, er á -4 og virðist í góðu standi fyrir lokasprettinn. Englendingurinn Luke Donald, sem er efstur á heimslistanum, rétt skapp í gegnum niðurskurðinn en hann er á +4 en þeir sem voru á +5 komust áfram.Staðan á mótinu eftir 36 holur: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram139: Jason Dufner 69 70, Fred Couples 72 67140: Rory McIlroy (Norður-Írland) 71 69, Sergio Garcia (Spánn) 72 68, Bubba Watson 69 71, Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 68 72, Lee Westwood (England) 67 73141: Paul Lawrie (Skotland) 69 72, Matt Kuchar 71 70142: Aaron Baddeley (Ástralía) 71 71, Peter Hanson (Svíþjóð) 68 74, Phil Mickelson 74 68, Vijay Singh (Fijí) 70 72, Ben Crane 69 73, Charles Howell III 72 70143: Jim Furyk 70 73, Sean O'Hair 73 70, Jonathan Byrd 72 71, Y.E. Yang (Suður-Kórea) 73 70144: Hunter Mahan 72 72, Justin Rose (England) 72 72, Fredrik Jacobson (Svíþjóð) 76 68, Zach Johnson 70 74, Ian Poulter (England) 72 72, Padraig Harrington (Írland) 71 73145: Hideki Matsuyama (Japan) 71 74, Adam Scott (Ástralía) 75 70146: Kevin Na 71 75, Bill Haas 72 74, David Toms 73 73, Geoff Ogilvy (Ástralía) 74 72, Stewart Cink 71 75, Webb Simpson 72 74.147: Scott Stallings 70 77, Graeme McDowell (Norður-Írland) 75 72, Martin Kaymer (Þýskaland) 72 75, Brandt Snedeker 72 75, Kevin Chappell 71 76148: Steve Stricker 71 77, Ross Fisher (England) 71 77, Anders Hansen (Danmörl) 76 72, Robert Karlsson (Svíþjóð) 74 74, Martin Laird (Skotland) 76 72, Bo Van Pelt 73 75, Scott Verplank 73 75, Rickie Fowler 74 74.149: Trevor Immelman (Suður-Afríka) 78 71, Thomas Björn (Danmörk) 73 76, Angel Cabrera (Argentína) 71 78, Patrick Cantlay 71 78, Gonzalo Fdez-Castano (Spánn) 74 75, Edoardo Molinari (Ítalía) 75 74. -------------Eftirtaldir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn:150: John Senden (Ástrlía) 74 76, Kyung-Tae Kim (Suðu-Kórea) 74 76151: Jose-Maria Olazabal (Spánn) 75 76, Paul Casey (England) 76 75, Kyle Stanley 75 76, Tom Watson 77 74, Mike Weir (Kanada) 72 79, Harrison Frazar 73 78, Larry Mize 76 75152: Bernhard Langer (Þýskaland) 72 80, Rory Sabbatini (Suður-Afríka) 72 80, Robert Garrigus 77 75, Ryan Palmer 75 77153: Ryo Ishikawa (Japan) 76 77, K J Choi (Suður-Kórea) 77 76, Bryden Macpherson (Ástralía) 77 76, Johnson Wagner 79 74, Chez Reavie 79 74154: Lucas Glover 75 79, Ian Woosnam (Wales) 77 77, Tim Clark (Suður-Afríka) 73 81, Darren Clarke (Norður-Írland) 73 81, Mark Wilson 76 78155: Corbin Mills 74 81, Simon Dyson (England) 78 77156: Brendan Steele 76 80159: Randal Lewis 81 78, Ben Crenshaw 76 83163: Craig Stadler 81 82164: Sandy Lyle (Skotland) 86 78 Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. Staðan á mótinu:Tiger Woods náði sér ekki á strik og var langt frá sínu besta á öðrum keppnisdegi. Woods sló eins og byrjandi í íþróttinni á nokkrum holum og lét hann það fara verulega í skapið á sér. Hann virtist ekki njóta þess að spila golf og virtist hann vera pirraður og fúll yfir stöðu sinni. Woods slapp í raun rétt við niðurskurðinn en hann lék á 75 höggum í dag og er samtals á +3.Rory McIlroy frá Norður-Írlandi lék á 69 höggum og er hann á -4. „Ég veit að ég er að leika vel, og það eina sem ég hugsa um að er að koma mér í þá stöðu að geta sigrað á þessu móti á lokadeginum," sagði Rory McIlroy.Charl Schwartzel frá Suður-Afríku, sem hefur titil að verja, er á +3 og er ekki líklegur til þess að verja titilinn. „Ég sagði áður en mótið hófst að ég ætlaði mér að vera samkeppnishæfur. Ég fann á æfingasvæðinu fyrir hringinn að ég var ekki tilbúinn að slá langt og taka á því. Ég reyndi því bara að hitta boltann vel og slá frekar létt á þessum hring," sagði Couples eftir hringinn. Hann var á sama skori fyrir ári síðan eftir tvo keppnisdaga og hinn þaulreyndi Couples er til alls líklegur. „Ég held ég geti sigrað, ég hef engu að tapa og ég nýt þess að vera hérna. Þetta er sá staður sem ég elska mest," sagði Couples sem gæti með sigri verið sá elsti sem nær að sigra á Masters. Jack Nicklaus var 46 ára þegar hann sigraði árið 1986. „Ég hef leikið á þessu móti í 28 ár. Ég þekki hverja þúfu á vellinum, ég ætla mér að vera í baráttunni ásamt öllum hinum laugardag og sunnudag – allavega á laugardaginn," bætti Couples við en hann virðist ekki vera að fara á taugum yfir stöðu sinni. Hinn 35 ára gamli Dufner hefur aldrei sigrað á risamóti og hann hefur ekki einu sinni sigrað á móti á PGA mótaröðinni. Dufner fékk skolla á lokaholunni en hann var ánægður með niðurstöðuna. „Það voru erfiðari aðstæður í dag en í gær. Vindurinn var aðeins meiri og það gerir völlinn enn erfiðari," sagði Dufner eftir hringinn. Hann er aðeins að taka þátt í annað sinn á Mastersmótinu en hann hefur leikið meira á Nationwide mótaröðinni undanfarin ár en á PGA mótaröðinni. Dufner tapaði í bráðabana um sigurinn á PGA meistaramótinu á s.l. ári þar sem að Keegan Bradley sigraði á sínu fyrsta risamóti.Sergio Garcia frá Spáni er á meðal efstu manna þegar keppni er hálfnuð á Masters en Spánverjinn er á 4 höggum undir pari vallar. Garcia hefur aldrei náð að sigra á risamóti þrátt fyrir að hinn 32 ára gamli kylfingur hafi verið í fremstu röð í um 15 ár. Garcia lék á 68 höggum í dag eða -4 þrátt fyrir að hafa fengið skolla á lokaholunni.Lee Westwood frá Englandi er í sömu stöðu og Garcia en þeir hafa aldrei náð að sigra á einu af stórmótunum fjórum. Westwood, sem er í þriðja sæti heimslistans, var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn. Hann gerði mistök á lokaholunni á öðrum keppnisdegi sem kostuðu hann tvö högg. Hann lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og er hann á -4 þegar keppni er hálfnuð. Westwood var með kímnigáfuna í lagi í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir hringinn í kvöld: „Ég var að pútta vel en það fór ekkert ofaní. Ég vissi að ég yrði að vera þolinmóður og ég uppskeran var tvöfaldur skolli á síðustu holunni," sagði Westwood. Það hefur farið lítið fyrir Phil Mickelson frá Bandaríkjunum á þessu móti en hann er þrefaldur sigurvegari á Masters. Mickelson er á -2 þegar keppni er hálfnuð og hann virðist eiga nóg inni. Mickelson lék gríðarlega vel á öðrum hringnum eða -4 þar sem hann fékk alls sex fugla. Hann var ekki góður á fyrsta keppnisdeginum þar sem hann lék á 74 höggum eða +2.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2010, er á -4 og virðist í góðu standi fyrir lokasprettinn. Englendingurinn Luke Donald, sem er efstur á heimslistanum, rétt skapp í gegnum niðurskurðinn en hann er á +4 en þeir sem voru á +5 komust áfram.Staðan á mótinu eftir 36 holur: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram139: Jason Dufner 69 70, Fred Couples 72 67140: Rory McIlroy (Norður-Írland) 71 69, Sergio Garcia (Spánn) 72 68, Bubba Watson 69 71, Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 68 72, Lee Westwood (England) 67 73141: Paul Lawrie (Skotland) 69 72, Matt Kuchar 71 70142: Aaron Baddeley (Ástralía) 71 71, Peter Hanson (Svíþjóð) 68 74, Phil Mickelson 74 68, Vijay Singh (Fijí) 70 72, Ben Crane 69 73, Charles Howell III 72 70143: Jim Furyk 70 73, Sean O'Hair 73 70, Jonathan Byrd 72 71, Y.E. Yang (Suður-Kórea) 73 70144: Hunter Mahan 72 72, Justin Rose (England) 72 72, Fredrik Jacobson (Svíþjóð) 76 68, Zach Johnson 70 74, Ian Poulter (England) 72 72, Padraig Harrington (Írland) 71 73145: Hideki Matsuyama (Japan) 71 74, Adam Scott (Ástralía) 75 70146: Kevin Na 71 75, Bill Haas 72 74, David Toms 73 73, Geoff Ogilvy (Ástralía) 74 72, Stewart Cink 71 75, Webb Simpson 72 74.147: Scott Stallings 70 77, Graeme McDowell (Norður-Írland) 75 72, Martin Kaymer (Þýskaland) 72 75, Brandt Snedeker 72 75, Kevin Chappell 71 76148: Steve Stricker 71 77, Ross Fisher (England) 71 77, Anders Hansen (Danmörl) 76 72, Robert Karlsson (Svíþjóð) 74 74, Martin Laird (Skotland) 76 72, Bo Van Pelt 73 75, Scott Verplank 73 75, Rickie Fowler 74 74.149: Trevor Immelman (Suður-Afríka) 78 71, Thomas Björn (Danmörk) 73 76, Angel Cabrera (Argentína) 71 78, Patrick Cantlay 71 78, Gonzalo Fdez-Castano (Spánn) 74 75, Edoardo Molinari (Ítalía) 75 74. -------------Eftirtaldir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn:150: John Senden (Ástrlía) 74 76, Kyung-Tae Kim (Suðu-Kórea) 74 76151: Jose-Maria Olazabal (Spánn) 75 76, Paul Casey (England) 76 75, Kyle Stanley 75 76, Tom Watson 77 74, Mike Weir (Kanada) 72 79, Harrison Frazar 73 78, Larry Mize 76 75152: Bernhard Langer (Þýskaland) 72 80, Rory Sabbatini (Suður-Afríka) 72 80, Robert Garrigus 77 75, Ryan Palmer 75 77153: Ryo Ishikawa (Japan) 76 77, K J Choi (Suður-Kórea) 77 76, Bryden Macpherson (Ástralía) 77 76, Johnson Wagner 79 74, Chez Reavie 79 74154: Lucas Glover 75 79, Ian Woosnam (Wales) 77 77, Tim Clark (Suður-Afríka) 73 81, Darren Clarke (Norður-Írland) 73 81, Mark Wilson 76 78155: Corbin Mills 74 81, Simon Dyson (England) 78 77156: Brendan Steele 76 80159: Randal Lewis 81 78, Ben Crenshaw 76 83163: Craig Stadler 81 82164: Sandy Lyle (Skotland) 86 78
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira