Ólafur Ragnar sigurstranglegastur - Þóra líklegust til að fella hann 5. apríl 2012 18:40 Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira