Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar 1. apríl 2012 17:12 Ástþór er ásamt eiginkonu sinni í Kína. „Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31