Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2012 16:21 Teitur Örlygsson. "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
"Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34