Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 09:38 Fannar Freyr Helgason í leik með Stjörnunni. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira