Körfuknattleiksdeild ÍR er búið að ráða nýjan þjálfara en félagið samdi í dag við Jón Arnar Ingvarsson. Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Jón Arnar er vel kunnugur í Breiðholtinu en hann tók við liðinu árið 2006 og gerði liðið að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili.
Hann fór svo með liðið í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar árið eftir.
Körfubolti