Meðfylgjandi myndir voru teknar í óvæntu fimmtugsafmælisboði sem haldið var fyrir Þór Freysson sjónvarpsframleiðanda hjá Sagafilm en hann á að baki seríur á borð við Idol, X-factor, Bandið hans Bubba, Dans, dans, dans, Loga í beinni, Meistarann, Spaugstofuna, Viltu vinna milljón og Spurningabombuna.
Simmi og Jói Idol-synir hans stóðu fyrir þessu húllumhæi. Eins og sjá má var margt um manninn og mikil gleði enda um stórafmæli að ræða.

