Umfjöllun og viðtöl: Þór-Grindavík 72-78 | Grindavík Íslandsmeistari Elvar Geir Magnússon í Þorlákshöfn skrifar 2. maí 2012 18:22 Bullock var valinn besti maður úrslitakeppninnar. mynd/daníel Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta eftir 78-72 útisigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar unnu þar með einvígið gegn Þór 3-1 en þeir urðu síðast Íslandsmeistarar 1996. Grindavík stendur uppi sem verðskuldaður meistari í ár, einfaldlega besta lið tímabilsins. Eftir dapra vörn í síðasta leik var allt annað að sjá til Grindvíkinga í kvöld. J'Nathan Bullock var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar og skyldi engan undra. Þessi ógnarsterki leikmaður býr yfir miklum hæfileikum og var hreinlega magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 36 stig auk þess að taka átta fráköst. Heimamenn réðu engan veginn við hann. Hér neðar má sjá nánari útlistun á stigaskorurum kvöldsins. Leikurinn var mögnuð skemmtun, hafði upp á frábært tilþrif að bjóða og körfur í öllum regnbogans litum. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta fjórðunginn en sveiflurnar áttu eftir að verða miklar og voru heimamenn þremur stigum yfir í hálfleik. Allt annað var að sjá Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik á 12-0 kafla. Þórsarar misstu andstæðinga sína aldrei mjög langt framhjá sér og spennan hélt allt til loka. Það trylltist allt í kofanum þegar leiktíminn rann út og ljóst að bikarinn var á leið í Grindavík. Benedikt: Bullock er sóðalegurmynd/daníel"Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs. "Það vantaði ekki mikið upp á. Við vorum kaldir í skotunum fyrir utan." "Yfir veturinn reiknaði enginn með neinu frá okkur en um leið og búið var að taka okkur góða og gilda þá var búið að afskrifa okkur fljótlega eftir það. Ég verð að hrósa mínu liði, þessir strákar hafa verið uppteknir við að skrifa hvern kaflann á fætur öðrum í sögubækurnar og geta farið stoltir út úr þessu tímabili," sagði Benedikt. "Á móti verð ég að hrósa Grindavík. Þetta er verkefni sem gekk upp. Þeir settu saman súper-lið síðasta sumar. Helgi fékk þá til að spila vel sem lið, Watson stjórnaði þessu eins og herforingi, íslensku strákarnir gáfu eftir sitt egó til að geta sett saman svona lið og svo er Bullock sóðalegur." Sigurður: Við vorum flottirmynd/daníel"Tilfinningin er æðisleg! Þetta er besta tilfinning í heimi!" sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, sem átti erfitt með að koma upp orði eftir sigurinn í kvöld. "Þetta var rándýr leikur! Liðin skiptust á að leiða leikinn og við vorum flottir. Munurinn á okkur í þessum leik og þeim síðasta var sá að við spiluðum vörn. Ef við spilum ekki vörn þá töpum við leikjunum!" Hvernig á að fagna þessu? "Bara vel, eigum við ekki að orða það þannig," sagði skælbrosandi Sigurður. Helgi Jónas: Vörnin vann þetta í kvöldmynd/daníel"Við höfum beðið lengi eftir þessu... alltof lengi!" sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. "Þetta var eins og úrslitaleikur á að vera. Leikurinn þróaðist eins og við vildum. Við ætluðum að bæta vörnina frá síðasta leik og gerðum það." Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en á endanum stóð Grindavík uppi sem sigurvegari. "Ég vona að þetta gleðji fólk. Þetta gleður allavega okkur og við ætlum að njóta þessa titils." J'Nathan Bullock var hreint magnaður hjá Grindavík í kvöld, skoraði 36 stig og var verðskuldað valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. "Hann dró vagninn hjá okkur sóknarlega og við spiluðum upp á hann. En það var vörnin sem vann þetta í kvöld." Þór Þorlákshöfn-Grindavík 72-78 (15-20, 21-13, 17-26, 19-19) Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Joseph Henley 17/4 fráköst/3 varin skot, Blagoj Janev 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8, Guðmundur Jónsson 5/5 fráköst, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2. Grindavík: J'Nathan Bullock 36/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Giordan Watson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Pettinella 6, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Textalýsingin:LEIK LOKIÐ: Þór - Grindavík 72-78. GRINDAVÍK ÍSLANDSMEISTARI! Frábærum körfuboltaleik lokið! Govens endaði með 26 stig fyrir Þór en Bullock með 36 fyrir Grindavík! Tilraunir Þórsara í lokin heppnuðust ekki og það eru því Grindvíkingar sem fagna!!!4. leikhluti: Þór - Grind 70-73. Sókn Þórsara fer út í sandinn. Leikhlé aftur. Það eru aðeins 18,2 sekúndur eftir og gestirnir í sókn. Þetta er í þeirra höndum!4. leikhluti: Þór - Grind 70-73. Henley búinn að fara tvisvar á vítalínuna fyrir Þór með stuttu millibili en hitt úr 2 af 4 skotum sínum. Govens með 26 stig - Bullock 32. Leikhlé og 40 sekúndur eftir.4. leikhluti: Þór - Grind 68-71. Sigurður Þorsteinsson setti niður eina körfu sem við skulum bara flokka sem sirkuskörfu. 1:08 eftir... er Grindavík að fara að tryggja sér titilinn?? Allt getur enn gerst.4. leikhluti: Þór - Grind 68-69. Þórsarar settu niður þrist (Govens) og komust yfir en gestirnir endurheimtu forystuna strax á eftir. 2:25 eftir.4. leikhluti: Þór - Grind 65-67. Hvernig getur þakið enn verið á þessum kofa??? 3:14 eftir og gestirnir leiða með tveimur. Það getur allt gerst á lokasprettinum. Dómararnir þamba vatn, það mun mikið mæða á þeim þessar síðustu mínútur enda spennustigið gríðarlega hátt.4. leikhluti: Þór - Grind 58-65. Björn Steinar setti niður þrist fyrir gestina, flott tilþrif. 5:32 eftir!4. leikhluti: Þór - Grind 58-62. Leikhlé í gangi. Baldur Þór Ragnarsson var að enda við að setja niður mikilvægan þrist fyrir heimamenn.4. leikhluti: Þór - Grind 55-59. Þvílík troðsla hjá Joseph Henley hérna áðan! Húsið nötraði allt saman. Rándýr byrjun á lokaspretti leiksins.3. leikhluta lokið: Þór - Grind 53-59. Grindavík vann þriðja leikhlutann með níu stiga mun. Ef gestirnir klára þennan leik þá er Íslandsmeistarabikarinn þeirra! Þórsarar verða að setja í gírinn í lokin til að fá þetta fram í oddaleik.3. leikhluti: Þór - Grind 51-57. Það eru sárafáir áhorfendur sem eru sitjandi þessa stundina. Hraðinn í leiknum er gríðarlega mikill og nokkrar stórglæsilegar körfur verið skoraðar.3. leikhluti: Þór - Grind 46-53. Sjö stiga munur þegar 3.30 er eftir af þriðja fjórðung. Govens með 19, Bullock 22.3. leikhluti: Þór - Grind 38-45. Gestirnir opnuðu seinni hálfleikinn með 12-0 kafla áður en heimamenn náðu að skora.3. leikhluti: Þór - Grind 36-41. Grindvíkingar byrja seinni hálfleikinn af meiri krafti. Benedikt Guðmundsson ekki sáttur og tekur leikhlé.Hálfleikur: Stór hluti áhorfenda fékk sér frískt loft í hálfleiknum enda er andrúmsloftið gríðarlega þungt hérna í húsinu. Þetta minnir á risastóran búningsklefa. Alvöru leikur.Hálfleikur: Þór - Grind 36-33. Skemmtanagildið í hámarki. Rosalegur leikur sem við höfum fengið og allt útlit fyrir að spennan haldi sér allt til loka. Govens með 19 stig fyrir Þór en Bullock 16 fyrir Grindavík. Þór vann annan leikhluta 21-13. Robocop sjálfur, Ryan Pettinella, tók svakalega troðslu rétt áðan. Veisla.2. leikhluti: Þór - Grind 26-24. Þvílík skemmtun sem þessi leikur hefur verið hér í byrjun. Það eru 4 mínútur til hálfleiks.2. leikhluti: Þór - Grind 24-24. Govens - Bullock 17-13.2. leikhluti: Þór - Grind 22-22. Staðan er jöfn og hávaðinn fer upp um svona 3 stig í húsinu! Heimamenn náð að jafna. Darrin Govens með 15 af 22 stigum Þórsara! Ekki amalegt.1. leikhluta lokið: Þór - Grind 15-20. J´Nathan Bullock er maðurinn sem er að reynast Þórsurum mjög erfiður. Eftir að hafa verið slakur í leik þrjú í þessu einvígi hefur hann verið sjóðheitur í upphafi þessa leiks. Er með 11 stig kallinn. Gríðarlega sterkur leikmaður.1. leikhluti: Þór - Grind 10-13. Helgi Jónas beðinn um að róa sig ásamt öðrum á varamannabekk Grindvíkinga. Voru heldur betur ósáttir við dóm rétt áðan. Hiti í þessu.1. leikhluti: Þór - Grind 5-13. 11-0 áhlaup hjá Grindvíkingum áður en Þórsarar náðu að svara! Bullock með 4 stig fyrir gestina.1. leikhluti: 3-4. Þetta er farið af stað! Guðmundur Jónsson opnaði með þrist fyrir heimamenn en Grindvíkingar svöruðu. Yfirritaður er staddur rétt við varamannabekk Grindvíkinga og Helgi Jónas Guðfinnsson skyggir aðeins á útsýnið. Ætla samt ekki að biðja hann um að færa sig.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks. Þetta er að bresta á.Fyrir leik: Grænu drekarnir afhenda viðurkenningar hér fyrir leik. Það eru einhver hress hjón sem fá blóm og lófaklapp. Þau hafa víst verið dugleg að splæsa í rútuferðir, búninga og allskonar dót. Alvöru fólk.Fyrir leik: Litadýrðin í salnum er með mesta móti. Grænt og gult vel ríkjandi. Uppblásinn plastkrókódíll er meðal þess sem flakkar um stúkuna. Bæði lið eru að hita upp meðan heitasta popptónlist samtímans ómar. Ólafur Ólafsson er mikill liðsmaður og er á hækjunum út á velli meðan félagar hans taka skot, gefur þeim fimmur í gríð og erg.Fyrir leik: Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson sjá um að dæma þennan leik. Það er gríðarlegur hiti í húsinu, allt pakkað við báða enda og sem betur fer er verið að dreifa vatni til áhorfenda.Fyrir leik: Ég verð að viðurkenna það að þegar ég keyrði heim eftir annan leikinn í þessu einvígi þá bjóst ég alls ekki við því að hingað myndi ég koma aftur þennan veturinn. En eins og Benedikt Guðmundsson sagði þá borgar sig ekki að afskrifa Þórsarana. Ég hef verið að skima eftir Kalla Bjarna í stúkunni en hann hefur enn ekki fundist. Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð! Stemningin hér í Þorlákshöfn er með besta móti þegar 25 mínútur eru í leikinn. Hávaðinn er gríðarlega mikill og ljóst að margir hafa nýtt sér það tilboð sem gildir á eyrnatöppum. Vallarþulurinn var reyndar að tilkynna það að allt áfengi væri bannað í húsinu og uppskar hann baul frá áhorfendum fyrir vikið! Þetta verður eitthvað! Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta eftir 78-72 útisigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar unnu þar með einvígið gegn Þór 3-1 en þeir urðu síðast Íslandsmeistarar 1996. Grindavík stendur uppi sem verðskuldaður meistari í ár, einfaldlega besta lið tímabilsins. Eftir dapra vörn í síðasta leik var allt annað að sjá til Grindvíkinga í kvöld. J'Nathan Bullock var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar og skyldi engan undra. Þessi ógnarsterki leikmaður býr yfir miklum hæfileikum og var hreinlega magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 36 stig auk þess að taka átta fráköst. Heimamenn réðu engan veginn við hann. Hér neðar má sjá nánari útlistun á stigaskorurum kvöldsins. Leikurinn var mögnuð skemmtun, hafði upp á frábært tilþrif að bjóða og körfur í öllum regnbogans litum. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta fjórðunginn en sveiflurnar áttu eftir að verða miklar og voru heimamenn þremur stigum yfir í hálfleik. Allt annað var að sjá Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik á 12-0 kafla. Þórsarar misstu andstæðinga sína aldrei mjög langt framhjá sér og spennan hélt allt til loka. Það trylltist allt í kofanum þegar leiktíminn rann út og ljóst að bikarinn var á leið í Grindavík. Benedikt: Bullock er sóðalegurmynd/daníel"Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs. "Það vantaði ekki mikið upp á. Við vorum kaldir í skotunum fyrir utan." "Yfir veturinn reiknaði enginn með neinu frá okkur en um leið og búið var að taka okkur góða og gilda þá var búið að afskrifa okkur fljótlega eftir það. Ég verð að hrósa mínu liði, þessir strákar hafa verið uppteknir við að skrifa hvern kaflann á fætur öðrum í sögubækurnar og geta farið stoltir út úr þessu tímabili," sagði Benedikt. "Á móti verð ég að hrósa Grindavík. Þetta er verkefni sem gekk upp. Þeir settu saman súper-lið síðasta sumar. Helgi fékk þá til að spila vel sem lið, Watson stjórnaði þessu eins og herforingi, íslensku strákarnir gáfu eftir sitt egó til að geta sett saman svona lið og svo er Bullock sóðalegur." Sigurður: Við vorum flottirmynd/daníel"Tilfinningin er æðisleg! Þetta er besta tilfinning í heimi!" sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, sem átti erfitt með að koma upp orði eftir sigurinn í kvöld. "Þetta var rándýr leikur! Liðin skiptust á að leiða leikinn og við vorum flottir. Munurinn á okkur í þessum leik og þeim síðasta var sá að við spiluðum vörn. Ef við spilum ekki vörn þá töpum við leikjunum!" Hvernig á að fagna þessu? "Bara vel, eigum við ekki að orða það þannig," sagði skælbrosandi Sigurður. Helgi Jónas: Vörnin vann þetta í kvöldmynd/daníel"Við höfum beðið lengi eftir þessu... alltof lengi!" sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. "Þetta var eins og úrslitaleikur á að vera. Leikurinn þróaðist eins og við vildum. Við ætluðum að bæta vörnina frá síðasta leik og gerðum það." Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en á endanum stóð Grindavík uppi sem sigurvegari. "Ég vona að þetta gleðji fólk. Þetta gleður allavega okkur og við ætlum að njóta þessa titils." J'Nathan Bullock var hreint magnaður hjá Grindavík í kvöld, skoraði 36 stig og var verðskuldað valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. "Hann dró vagninn hjá okkur sóknarlega og við spiluðum upp á hann. En það var vörnin sem vann þetta í kvöld." Þór Þorlákshöfn-Grindavík 72-78 (15-20, 21-13, 17-26, 19-19) Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Joseph Henley 17/4 fráköst/3 varin skot, Blagoj Janev 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8, Guðmundur Jónsson 5/5 fráköst, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2. Grindavík: J'Nathan Bullock 36/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Giordan Watson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Pettinella 6, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Textalýsingin:LEIK LOKIÐ: Þór - Grindavík 72-78. GRINDAVÍK ÍSLANDSMEISTARI! Frábærum körfuboltaleik lokið! Govens endaði með 26 stig fyrir Þór en Bullock með 36 fyrir Grindavík! Tilraunir Þórsara í lokin heppnuðust ekki og það eru því Grindvíkingar sem fagna!!!4. leikhluti: Þór - Grind 70-73. Sókn Þórsara fer út í sandinn. Leikhlé aftur. Það eru aðeins 18,2 sekúndur eftir og gestirnir í sókn. Þetta er í þeirra höndum!4. leikhluti: Þór - Grind 70-73. Henley búinn að fara tvisvar á vítalínuna fyrir Þór með stuttu millibili en hitt úr 2 af 4 skotum sínum. Govens með 26 stig - Bullock 32. Leikhlé og 40 sekúndur eftir.4. leikhluti: Þór - Grind 68-71. Sigurður Þorsteinsson setti niður eina körfu sem við skulum bara flokka sem sirkuskörfu. 1:08 eftir... er Grindavík að fara að tryggja sér titilinn?? Allt getur enn gerst.4. leikhluti: Þór - Grind 68-69. Þórsarar settu niður þrist (Govens) og komust yfir en gestirnir endurheimtu forystuna strax á eftir. 2:25 eftir.4. leikhluti: Þór - Grind 65-67. Hvernig getur þakið enn verið á þessum kofa??? 3:14 eftir og gestirnir leiða með tveimur. Það getur allt gerst á lokasprettinum. Dómararnir þamba vatn, það mun mikið mæða á þeim þessar síðustu mínútur enda spennustigið gríðarlega hátt.4. leikhluti: Þór - Grind 58-65. Björn Steinar setti niður þrist fyrir gestina, flott tilþrif. 5:32 eftir!4. leikhluti: Þór - Grind 58-62. Leikhlé í gangi. Baldur Þór Ragnarsson var að enda við að setja niður mikilvægan þrist fyrir heimamenn.4. leikhluti: Þór - Grind 55-59. Þvílík troðsla hjá Joseph Henley hérna áðan! Húsið nötraði allt saman. Rándýr byrjun á lokaspretti leiksins.3. leikhluta lokið: Þór - Grind 53-59. Grindavík vann þriðja leikhlutann með níu stiga mun. Ef gestirnir klára þennan leik þá er Íslandsmeistarabikarinn þeirra! Þórsarar verða að setja í gírinn í lokin til að fá þetta fram í oddaleik.3. leikhluti: Þór - Grind 51-57. Það eru sárafáir áhorfendur sem eru sitjandi þessa stundina. Hraðinn í leiknum er gríðarlega mikill og nokkrar stórglæsilegar körfur verið skoraðar.3. leikhluti: Þór - Grind 46-53. Sjö stiga munur þegar 3.30 er eftir af þriðja fjórðung. Govens með 19, Bullock 22.3. leikhluti: Þór - Grind 38-45. Gestirnir opnuðu seinni hálfleikinn með 12-0 kafla áður en heimamenn náðu að skora.3. leikhluti: Þór - Grind 36-41. Grindvíkingar byrja seinni hálfleikinn af meiri krafti. Benedikt Guðmundsson ekki sáttur og tekur leikhlé.Hálfleikur: Stór hluti áhorfenda fékk sér frískt loft í hálfleiknum enda er andrúmsloftið gríðarlega þungt hérna í húsinu. Þetta minnir á risastóran búningsklefa. Alvöru leikur.Hálfleikur: Þór - Grind 36-33. Skemmtanagildið í hámarki. Rosalegur leikur sem við höfum fengið og allt útlit fyrir að spennan haldi sér allt til loka. Govens með 19 stig fyrir Þór en Bullock 16 fyrir Grindavík. Þór vann annan leikhluta 21-13. Robocop sjálfur, Ryan Pettinella, tók svakalega troðslu rétt áðan. Veisla.2. leikhluti: Þór - Grind 26-24. Þvílík skemmtun sem þessi leikur hefur verið hér í byrjun. Það eru 4 mínútur til hálfleiks.2. leikhluti: Þór - Grind 24-24. Govens - Bullock 17-13.2. leikhluti: Þór - Grind 22-22. Staðan er jöfn og hávaðinn fer upp um svona 3 stig í húsinu! Heimamenn náð að jafna. Darrin Govens með 15 af 22 stigum Þórsara! Ekki amalegt.1. leikhluta lokið: Þór - Grind 15-20. J´Nathan Bullock er maðurinn sem er að reynast Þórsurum mjög erfiður. Eftir að hafa verið slakur í leik þrjú í þessu einvígi hefur hann verið sjóðheitur í upphafi þessa leiks. Er með 11 stig kallinn. Gríðarlega sterkur leikmaður.1. leikhluti: Þór - Grind 10-13. Helgi Jónas beðinn um að róa sig ásamt öðrum á varamannabekk Grindvíkinga. Voru heldur betur ósáttir við dóm rétt áðan. Hiti í þessu.1. leikhluti: Þór - Grind 5-13. 11-0 áhlaup hjá Grindvíkingum áður en Þórsarar náðu að svara! Bullock með 4 stig fyrir gestina.1. leikhluti: 3-4. Þetta er farið af stað! Guðmundur Jónsson opnaði með þrist fyrir heimamenn en Grindvíkingar svöruðu. Yfirritaður er staddur rétt við varamannabekk Grindvíkinga og Helgi Jónas Guðfinnsson skyggir aðeins á útsýnið. Ætla samt ekki að biðja hann um að færa sig.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks. Þetta er að bresta á.Fyrir leik: Grænu drekarnir afhenda viðurkenningar hér fyrir leik. Það eru einhver hress hjón sem fá blóm og lófaklapp. Þau hafa víst verið dugleg að splæsa í rútuferðir, búninga og allskonar dót. Alvöru fólk.Fyrir leik: Litadýrðin í salnum er með mesta móti. Grænt og gult vel ríkjandi. Uppblásinn plastkrókódíll er meðal þess sem flakkar um stúkuna. Bæði lið eru að hita upp meðan heitasta popptónlist samtímans ómar. Ólafur Ólafsson er mikill liðsmaður og er á hækjunum út á velli meðan félagar hans taka skot, gefur þeim fimmur í gríð og erg.Fyrir leik: Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson sjá um að dæma þennan leik. Það er gríðarlegur hiti í húsinu, allt pakkað við báða enda og sem betur fer er verið að dreifa vatni til áhorfenda.Fyrir leik: Ég verð að viðurkenna það að þegar ég keyrði heim eftir annan leikinn í þessu einvígi þá bjóst ég alls ekki við því að hingað myndi ég koma aftur þennan veturinn. En eins og Benedikt Guðmundsson sagði þá borgar sig ekki að afskrifa Þórsarana. Ég hef verið að skima eftir Kalla Bjarna í stúkunni en hann hefur enn ekki fundist. Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð! Stemningin hér í Þorlákshöfn er með besta móti þegar 25 mínútur eru í leikinn. Hávaðinn er gríðarlega mikill og ljóst að margir hafa nýtt sér það tilboð sem gildir á eyrnatöppum. Vallarþulurinn var reyndar að tilkynna það að allt áfengi væri bannað í húsinu og uppskar hann baul frá áhorfendum fyrir vikið! Þetta verður eitthvað!
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira