Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með Boði Logason skrifar 16. maí 2012 17:04 Bessastaðir „Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira