Reyna aftur að fá risahöfn samþykkta Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2012 20:30 Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið. Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið.
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30