Batinn rækilega staðfestur Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. júní 2012 14:38 Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun