Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013.
Norska liðið lék sér að því búlgarska í Sarpsborg í gær. Isabell Herlovsen skoraði fyrsta markið strax á 8. mín og þar með var ísinn brotinn. Norðmenn bættu við mörkum á 12., 22., 30., 34., 47., 49., 78., 79. og 83. mín. Noregur tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni og þar á meðal gegn Íslandi. Svo gæti farið að liðin mætist í hreinum úrslitaleik í Sarpsborg um efsta sætið þann 19. sept.
Næstu leikir Íslands í riðlinum eru:
Búlgaría – Ísland, 21. júní.
Ísland – Norður-Írland, 15. sept.
Noregur – Ísland, 19. sept.
Staðan í riðlinum er þessi:
Ísland 7 leikir – 16 stig
Noregur 7 leikir – 15 stig
Belgía 7 leikir – 14 stig
Norður-Írland 7 leikir – 11 stig
Ungverjaland 8 leikir – 7 stig
Búlgaría 8 leikir – 0 stig
Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

