Valur hefur titilvörn sína í Borgunarbikar kvenna með því að fara austur á Egilsstaði og leika gegn Hetti í 16-liða úrslitum.
Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag en í í pottinum voru þau sex lið sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðir keppninnar auk þess sem liðin tíu úr Pepsi-deild kvenna hefja nú leik.
Enginn stórslagur sem slíkur er í 16-liða úrslitunum en topplið Pepsi-deildar kvenna, Þór/KA, mætir Keflavík á útivelli.
Leikirnir fara fram dagana 29. og 30. júní næstkomandi.
Borgunarbikar kvenna:
KR - HK/Víkingur
Selfoss - FH
ÍBV - Breiðablik
Stjarnan - Fjölnir
Höttur - Valur
Keflavík - Þór/KA
Afturelding - ÍA
Fylkir - Haukar

