Golf

Sunna bætti vallarmet Ragnhildar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sunna Víðisdóttir.
Sunna Víðisdóttir. Mynd/GSÍ
Sunna Víðisdóttir, GR, bætti um helgina níu ára gamalt vallarmet Ragnhildar Sigurðardóttur þegar hún lék lokahringinn á Egils Gulls-mótinu á 67 höggum í gær.

Gamla metið var 68 högg en Ragnhildur setti það á stigamóti GSÍ þann 26. júlí árið 2003. Sunna fékk fimm fugla í gær og tvo skolla.

Þessi glæsilegi hringur dugði þó Sunnu ekki til sigurs á mótinu en hún varð önnur á samtals tólf höggum yfir pari, einu höggi á eftir Berglindi Björnsdóttur, GR. Sunna hefur þó þegar unnið tvö mót á Eimskipsmótaröðinni á ferlinum.


Tengdar fréttir

Egils Gull mótið: Berglind stóðst áhlaup Sunnu og vann í Eyjum

Berglind Björnsdóttir úr GR tryggði sér sigur á Egils Gull mótinu í golfi í Vestmannaeyjum í dag en hún hafði betur eftir æsispennandi keppni. Berglind lék einu höggi betur en Sunna Víðisdóttir úr GR sem fór á kostum á lokadeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×