Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2012 07:00 Einar Daði í keppni í kringlukasti. Mynd / Ivano Catini Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12
Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56