Körfubolti

Leikmaður úrslitakeppninnar ráðinn spilandi þjálfari meistaranna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lele Hardy með Íslandsbikarinn.
Lele Hardy með Íslandsbikarinn. Mynd/Daníel
Lele Hardy, besti leikmaður úrslitakeppni kvenna í körfubolta á liðinni leiktíð, hefur tekið við hlutverki spilandi þjálfara hjá Njarðvík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Lárus Ingi Magnússon verður aðstoðarþjálfari Hardy sem fór á kostum með Íslands- og bikarmeisturunum á síðustu leiktíð. Hardy var bæði valinn besti erlendi leikmaður Íslandsmótsins og besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur kemur fram að stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur bindi miklar vonir við nýja þjálfarateymið.

Þá kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur að Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hafi samið við Njarðvíkurliðið. Salbjörg Ragna stóð sig vel í liði Njarðvíkur á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×